Tuesday, 26 February 2013

Erum að deyja úr spenningi :)

Jæja þá er að alveg að koma að þessu!!!! Ég (Gaui) er í fríi á morgun en Henný á einn vinnudag eftir. Svo verður haldið upp á Heathrow rétt fyrir hádegi á fimmtudaginn. Við erum búin að pakka mest öllu og það sem kom mér frekar mikið á óvart var að bakpokinn minn er næstum fullur en Hennýjar er frekar tómur, held að aðal ástæðan sé að hún ætli að versla sér eitthvað "smotterí" í Asíu þessi elska ;)

Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni hjá okkur báðum síðustu vikur og daga af því við erum búin að vera klára verkefni og undirbúa að við verðum burtu í mánuð. Þannig að maður verður alsæll að komast í frí í hitan og strendurnar í Suð-Austur Asíu.

Það eina sem við erum búin að bóka er hótelið fyrstu tvær næturnar í Kuala Lumpur (Tune Hotel). Fljúgum fyrst til Cairo í Egyptalandi og millilendum þar í ca. 3 tíma. Lendum svo í KL kl 6 um kvöld á staðartíma sem er 10 um morgun í London og Íslandi. Verðum örugglega ekki komin upp á hótel fyrr en um 9 og pottþétt dauðþreytt eftir sólarhrings ferðalag. En stefnum á að rölta smá í kringum hótelið sem er niðri í miðbæ og fá okkur eitthvað að borða áður en við förum í háttinn. En við ætlum ekki að ákveða/plana alla ferðina fyrirfram þannig að restin er alveg óráðin.

Fyrir utan....................plan A og B ;) sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. En  þó að við ákváðum að þessi ferð yrði algjörlega óplönuð, opin og frjáls (spontaneous á ensku) þá ákváð ég samt að gera "gróft" plan í excel til þess að sjá hvað við gætum gert á þeim tíma sem við höfum, hvað þetta gæti kostað og svo framvegis.

Plan A



Plan B



Látum svo heyra í okkur í fljótlega :) Að lokum smá mynd til að gera ykkur övundsjúk ;)
























2 comments:

  1. ohhh öfund.com í gangi hér :) .... njótið og njótið elskurnar mínar og komið svo heim stútfull af dásamlegum minningum og þekkingu ..... <3

    ReplyDelete
  2. va hvad tetta lytur vel ut hja ykkur flott plan og thid erud alla vega eftir planinu i Krabi nuna. gaman ad fylgjast med ykkur, og hvad thid erud heppina ad vera ekki i London tar sem snjoar aftur nuna. eg rett slapp kom fra UK a Sunud. 10Mars.. knus a ykkur xx

    ReplyDelete