Sunday, 21 April 2013

Partur 1. Byrjun, flug og Kuala Lumpur

Gaui
Ég ligg uppí rúmi á Tune Hotel í miðbæ Kuala Lumpur um 23:00 með Henný mér við hlið að horfa á Zombieland í sjónvarpinu, bæði dauð uppgefin eftir sólarhringsferðalag.

Eftir hræðilegan miðvikudag og tveimur laptoppum fátækari sváfum við ágætlega um nóttina og vöknuðum frekar hress og tilbúin í langt ferðalag.
Henný
Ferðin byrjaði ekki sem best.  Það var ekki gaman að fá símtal í vinnuna og fá að vita að það hafi verið brotist inn til okkar.  Sem betur fer virtist þetta bara hafa verið tækifæris glæpur en ekki skipulagt.  En hér erum við tölvunum fátækari. Eitt sem fékk okkur til að hlægja var að þjófurinn tók plat veskið hans Gaua.
Hún fór úr með rammanum
Ramminn í maski
Hurðin sjálf var heil

Skófar á hurðinni
Það var smá kraftur í kallinum
Lásinn heill












Gaui var flottur
Sætur ný rakaður
Tilbúin í slaginn















Gaui
Lögðum af stað um 10:30 upp á Heathrow með túbinu sem tók rúman klukkutíma.  Flugum með Egypt Air sem er fínasta flugfélag, flugvélin var ný en við kvörtuðum við hvort annað um hvað það var lélegt bíómyndaúrval og við nenntum hvorugt að lesa.  Horfðum á grínmynd með Kevin James "Here comes the Boom" sem kom mikið á óvart og við hlóum mikið. Áður en við fórum í vélina, eftir að við tékkuðum okkur inn og við vorum að sýna boarding passann fattaði Henný að við vorum bara með miða til Cairo þar sem við áttum að millilenda en enga miða til Kuala Lumpur.  Sem betur fer náðist að redda því og við fengum nýja miða.  Flugið til Cairo tók um 4.5 klst. og var fljótt að lýða.  Sáum pýramýdana úr flugvélinni en ekkert súper vel afþví það var myrkur og þeir langt í burtu en upplýstir.  Flugvöllurinn í Cairo var ekkert spes, gamaldags, léleg loftræsting og volgt gos en stoppuðum sem betur fer ekki lengi.

Henný

Ferðin uppá völl gekk áfallalaust fyrir sig.  Full lengi að lýða fyrir okkar smekk en hafðist.
Check in gekk hratt fyrir sig og við náðum að fá okkur að borða og kaupa blöð fyrir flugið.  Þegar við vorum í röðinni til að fara um borð í vélinna fórum við að pæla í að farmiðinn okkar sagði bara Cairo en ekki Kuala Lumpu.  " Þetta reddast" hugsuðum við og ætluðum bara að bíða og sjá til í Cairo.  En þegar það var verið að skoða miðanna ákvað ég að spurja til öryggis.  Sem betur fer!  Manneksjan sem hafði tékkað okkur inn gleymdi að láta okkur fá miðanna.  En það reddaðist.  Fengum svaka góðann mat í vélini, kjúkling í sósu og horfðum á "Here comes the Boom" - Klippt fyrir arabískan markað þannig að ýmis atriði voru klipp út en hún var samt alveg ágæt. Skrifa þetta , horfi á sólalagið yfir Cairo og hlusta á Tony Bennett.  Fengum að sjá pýramýdana úr flugvélinni sem var magnað.  Sitjum á flugvellinum og bíðum eftir fluginu okkar.  Flugvellinum er haldið vel heitum á meðan það eru 15 gráður úti.  Þegar við vorum í vopnaleitinni áður en okkur var hleypt inn á flugvöllinn var ég að passa svakalega vel að allt væri á réttum stað og svona áður en ég labbaði í gegnum hliðið kom gaurinn til mín og sagði "Hurry up lady" ekki mikið að skoða skjáinn hehe.

Brjálað stuð í Cairo
Fyrsti útlenski peningurinn
Þreytt heitt og loftlaust í Bangkok


Við með ljótuna en frábært photobomb!
Allar myndir og þættir klippar til



















Gaui

Flugið til Bangkok tók um átta tíma og við sváfum um helminginn af ferðinni eftir að hafa horft á lélega mynd með Richard Gere "Arbitrage" sem Henný reyndar sofnaði yfir en missti ekki af miklu.  Það var frekar óþægilegt að millilenda í Bangkok afþví maður var komin með nóg af flugvélum og við áttum bara að stoppa stutt en það varð um tveir tímar og við þurftum að berjast við að halda okkur vakandi.

Lentum klukkan 18:00 í KL og flugið tók 2 tíma.  Hitinn var um 30 stig og rakinn mikill.  Flugin sjálf voru góð alla leiðina nema smá sjokk þegar flugvélin missti hæð yfir frumskóginum nálægt KL.  Maturinn í flugvélinni var líka ágætur, sérstaklega á leiðinni til Cairo en varð samt fljótt þreyttur afþví hann var mjög svipaður öll skiptin.

Biðum frekar lengi eftir farangrinum á flugvellinum í KL og okkur var ekki farið að lítast á blikuna þegar glitti allt í einu í rauða bakpokann minn á færibandinu.  Tókum "Ekspress" lest niður í bæ sem tók um hálftíma og frá KL Sentral tókum við Monorail til Medan Tuanku (stoppistöð) þar sem hótelið var.  Herbergið er mjög fínt og hreint  en lítið og ég er mjög ánægður með að Henný keypti "Cosy" pakkann sem sagt - sjónvarp, Wifi og loftkælingu!!.  Spurðum konuna í móttökunni hvar við gætum borðað í kringum hótelið og hún mætli með Lotus restaurant sem við fórum á, í 5 mínútna fjarlægð.  Frekar sleazy en mikið af local fólki á staðnum að fé sér að drekka aðllega afþví klukkan var seint.  Þjónninn talaði ekki neina ensku(örugglega sá eini í KL).  Ég reyndi að panta Chicken Laksa og benti á laksa á matseðlinum og þjónninn endur tók alltaf "chicken-chicken" og ég sagði já chicken. Henný pantaði sér tandoori chicken og fékk það.....en ég fékk mjög undarlegt chicken chop með frönskum, kokteilsósu og viðbjóðslegri piparsósu sem er best lýst sem súr-dökkbrún með kíló af pipar og kjúklingurinn var örugglega roadkill.  En tandooriið hennar Henný var gott og hvítlauks Naan brauðið líka.  Svo uppá hótel og í háttinn!!

Henný
Yfir Malasíu
Síðasti leggur ferðarinnar hálfnaður.  Biðin í Bangkok var frekar óþæginleg og lengri en var búist við en við höfðum það af.  Skemmtana úrvalið var ekki mikið í vélinni þannig að við hlustuðum á David Mitchell hljóðbókina.

Kuala Lumpur
Við vorum svakalega fegin að komast til Kuala Lumpur.  Ferðin frá flugvellinum gekk vel eftir að við fengum töskurnar.  Við vorum farin að halda að þær hefður orðið eftir í Cairo en sem betur fer var það bara dramatík í okkur.  KL Sentral stöðin var mjög ruglingsleg og mikil mannmergð en við fundum monorail-ið á endanum.  Hitinn er í kringum 30 stig og 80% raki.  Við fengum okkur að borða á stað rétt hjá hótelinu.  Ég pantaði mér tandoori kjúkling en Gaui vildi Laksa með kjúkling.  Þetta ruglaði þjóninn en hann sagði já á endanum og kom svo með kjúklinga snitzel franskar og kokteilsósu handa Gaua. Jummí!
Miðinn í Monorailið
Nýkomin á stöðina við hótelið

Ekkert smá fersk
Guðjón með gourmet snitzel


1 comment:

  1. frábært að lesa svona "his and hers" ... hehehe sniðugt hvað þið sjáið þetta á ólíkan en samt líkan hátt :D

    ReplyDelete